Höfundur: Sjón

Heildarsafn ritverka Sjóns

Með einstöku hugmyndaflugi, víðtækri þekkingu og magnaðri stílgáfu hefur Sjón auðgað bókmenntirnar og vakið athygli víða. Hér koma út í einu lagi öll ritverk hans frá 1978 til 2022, þrettán ljóðabækur og tíu skáldsögur. Í hverri bók er eftirmáli eftir fræðimann eða rithöfund; greiningar, skýringar og túlkanir. Verkin koma einnig út sem hljóðbækur

Næturverk

Næturverk eftir meistara Sjón er mögnuð og marglaga, djúpskyggn og draumkennd ljóðabók, þar sem innri sýn og ytri veruleiki mætast í nóttinni. Auðugt myndmálið kveikir sterkar kenndir og knýjandi hugsanir um mannskepnuna og veröldina, myrkar goðsagnir og hversdagslegur veruleiki kallast á og orðfærið er engu líkt.