Höfundur: Þórður Sævar Jónsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Draumur um Babýlon Einkaspæjarasaga frá 1942 Richard Brautigan Ugla Þegar einkaspæjarinn C. Card er ráðinn til að ræna líki úr líkhúsi neyðist hann til að láta af dagdraumunum, finna kúlur í byssuna sína og hefjast handa svo aðrir skjóti honum ekki ref fyrir rass. Í þessari drepfyndnu skopstælingu á harðsoðna reyfarastílnum verða ævintýri hins subbulega og vitgranna C. Card að sannri lestrardásemd ...
Ævintýri og líf í Kanada Endurminningar Guðjóns R. Sigurðssonar Forlagið - Mál og menning Árið 1925 hélt Guðjón, þá rúmlega tvítugur, vestur um haf með ekkert nema eftirvæntinguna í farteskinu. Áratugum saman vann hann fyrir sér sem farandverkamaður og þegar hart var í ári veiddi hann í sig og á. Hann fór sínar eigin leiðir, hræddist hvorki birni né óblíða náttúru og mætti hinu óþekkta af óttaleysi og bjartsýni hins frjálsa manns.