Höfundur: Þórunn Jarla Valdimarsdóttir

Lítil bók um stóra hluti

Hugleiðingar

Hér tekst höfundur á við stórar spurningar á sinn hátt. Stundum með stríðnislegu glotti eða blíðu brosi, stundum með ögrandi og nýstárlegum hugmyndum og stundum með alvöruþunga og skarpri sýn. Þórunn er fundvís á óvæntar tengingar, hispurslaus og fyndin, angurvær og ljóðræn, margbrotin og einlæg, hún sjálf, engri lík.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Bærinn brennur Síðasta aftakan á Íslandi Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Forlagið - JPV útgáfa Margt hefur verið skrifað um morðin á Illugastöðum 1828, aðdraganda og eftirmál. Bóndinn Natan var myrtur ásamt öðrum manni, rændur og síðan kveikt í til að reyna að dylja verksummerki. Sögur spunnust um glæpinn og sakborningana – en hver er sannleikurinn? Þórunn leitar í frumgögn og varpar nýju ljósi á málið og einstaklingana sem við sögu komu.
Lítil bók um stóra hluti Hugleiðingar Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Forlagið - JPV útgáfa Hér tekst höfundur á við stórar spurningar á sinn hátt. Stundum með stríðnislegu glotti eða blíðu brosi, stundum með ögrandi og nýstárlegum hugmyndum og stundum með alvöruþunga og skarpri sýn. Þórunn er fundvís á óvæntar tengingar, hispurslaus og fyndin, angurvær og ljóðræn, margbrotin og einlæg, hún sjálf, engri lík.