Niðurstöður

  • Bjartur

Nickel-strákarnir

Elwood Curtis er efnilegur piltur sem verður innblásinn af ræðum dr. Martin Luther King. En í Bandaríkjum sjöunda áratugarins má drengur sem er dökkur á hörund ekki misstíga sig. "***** Hrífandi saga." EFI, Mbl. "Bók sem allir bókmenntaunnendur verða að lesa." Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljan

Óorð

bókin um vond, íslensk orð

"Þessi bók inniheldur safn íslenskra orða sem mér finnst vera léleg. Ég kalla þau fúskyrði og óorð ... Við eigum öll að hafa skoðun á tungumálinu okkar og vera óhrædd við að viðra þær. Þessi bók er innlegg í þá umræðu. Í krafti kærleika leyfi ég mér þennan derring. Áfram allskonar!"

Ótemjur

Amma Fló deyr á þrettán ára afmælisdegi Lukku. Hún þarf því að flýja skuggaverurnar, koma sér burt úr Hyldýpinu og gera sínar eigin áætlanir. Það er ekki einfalt því í hana toga dularfullir skagfirskir kraftar. Örlagasaga eftir einn vinsælasta rithöfund landsins.

Skáldkona gengur laus

Erindi 19. aldar skáldkvenna við heiminninninn

Hér er fjórum skáldkonum frá 19. öld sleppt lausum úr handritageymslu Þjóðarbókhlöðunnar. Í kveðskap þeirra má sjá skýra sjálfsmynd og merkilega afstöðu til náttúrunnar og ímyndunarafls. Bókin er afrakstur margra ára rannsókna Guðrúnar Ingólfsdóttur.

Skollaleikur

Saga um glæp

Á gistiheimili í miðbæ Reykjavíkur finnst erlendur karlmaður látinn. Engin persónuleg gögn eru í hótelherberginu. Hið eina sem finnst er miði sem á stendur heimilisfang: Freydísargata 14. "Haganlega spunnin og húmorinn hittir stundum vel í mark." Mbl.

Uppruni

"Uppruni er bók um staðina þar sem ég á heima, þá sem lifa í minni mínu og þá sem ég hef skáldað. Um sumarið þar sem afi minn tróð ömmu svo um tær í dansi að litlu munaði að ég hefði aldrei fæðst. Sumarið sem Angela Merkel opnaði landamærin ..." "Stórkostleg bók." Sunna Dís, Kiljan

Veistu ef þú vin átt

Minningar Aðalheiðar Hólm Spans

Átján ára stofnaði Aðalheiður Hólm Starfsstúlknafélagið Sókn sem sameinaði konur í lægstu stéttum þjóðfélagsins í baráttu fyrir mannsæmandi lífi og hún stóð fremst í sveit þeirra sem töluðu máli alþýðukvenna á hörðum tímum. Endurútgáfa. "Áhrifamikil og djúpvitur saga." Vigdís Finnbogadóttir

Þögla ekkjan

Louise Rick er nýr yfirmaður færanlegrar rannsóknardeildar dönsku lögreglunnar. Fyrsta málið snýst um morð á kráareiganda á Fjóni. Lögreglan á staðnum hefur fáar vísbendingar en þegar Louise setur af stað nákvæma rannsókn á heimili konunnar, sem bjó fyrir ofan krána breytist allt.