Útgefandi: Kvistur bókaútgáfa

Bogi Pétur broddgöltur Búningadagurinn mikli

Það er fallegur sunnudagsmorgunn í dýragarðinum er fjörlegir tónar raska ró Alfreðs og Boga Péturs broddgaltar. Í ljós kemur að dýrin hafa klætt sig í gervi þess dýrs sem þau langar mest til að vera svo að í dýragarðinum er nú fullt af nýjum og stórfurðulegum dýrum. Hvað eru fílaffi, flóðingói og páfgæs?

Elsku litla systir

Dag einn er Ástvaldi sagt að hann muni eignast litla systur. Að vísu man hann ekki eftir að hafa beðið um hana, en er samt ánægður. Fréttirnar valda ýmsum heilabrotum og lífið breytist þegar hún birtist því að lítil systir tekur pláss. Það sem Ástvaldi þykir þó best við litlu systur er að vera stóri bróðir hennar.

Pétur og Brandur Hænsnaþjófurinn

Dag einn kemur Gústi nágranni með tvíhleypu á öxl og hefur fréttir að færa. Refur herjar nú á hænsnakofa sveitarinnar og því er eins gott fyrir Pétur og köttinn Brand að vera við öllu búnir. Pétur lætur ekki segja sér það tvisvar en í stað þess að veiða refinn ákveða þeir félagar að fæla hann heldur í burtu og það í eitt skipti fyrir öll.

Spakur spennikló og slóttugi Sámur Skuggaskóli

Þrjár sögur í einni bók

Það er hrekkjavaka í Skuggaskóla og draugur veldur usla á göngunum. Á markaðnum fást hvorki ávextir né ber í baksturinn svo Spakur og Sámur rannsaka málið. Vinnuflokkur þvottabjarna tekur til hendinni á forngrípasafninu sem þeir Spakur og Sámur eru sannfærðir um að hafa óhreint mjöl í pokahorninu.