Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Á réttri leið

Uppbygging og þróun í málefnum fatlaðra á Norðurlandi eystra 1959 – 1996

  • Höfundar Bjarni Kristjánsson og Svanfríður Larsen
Forsíða bókarinnar

Raktar eru hugmyndir um þjónustu við fólk með þroskahömlun á 20 öld og breytingar á þeim við aldarlok. Í forgrunni er Vistheimilið Sólborg á Akureyri og starfsemi þess. Heimilið var lagt niður þegar barátta fyrir réttarbótum til handa fötluðum hafði skilað sér í auknum réttindum þeirra og sjálfstæði. Tími hinna stóru altæku stofnana var að líða undir lok.