Á réttri leið

Uppbygging og þróun í málefnum fatlaðra á Norðurlandi eystra 1959 – 1996

Raktar eru hugmyndir um þjónustu við fólk með þroskahömlun á 20 öld og breytingar á þeim við aldarlok. Í forgrunni er Vistheimilið Sólborg á Akureyri og starfsemi þess. Heimilið var lagt niður þegar barátta fyrir réttarbótum til handa fötluðum hafði skilað sér í auknum réttindum þeirra og sjálfstæði. Tími hinna stóru altæku stofnana var að líða undir lok.