Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Á slóðum Akurnesinga

Þættir um mannlíf og sögu

  • Höfundur Ásmundur Ólafsson
Forsíða bókarinnar

Ásmundur Ólafsson kemur víða við á slóðum Akurnesinga í þessu greinasafni, allt frá landnámi til nútímans. Hann fjallar sem fyrr um sögu og fjölskrúðugt mannlífið á Skipaskaga af innsæi líkt og í fyrri bók sinni „Á Akranesi“ sem kom út árið 2016.

Hér má lesa um hvernig byggðin mótaðist þegar bændasamfélag varð að sjávarþorpi, um sjómenn og athafnamenn sem héldu í víking, fyrsta miðbæjarkjarnann á Akranesi og frumkvöðla á ýmsum sviðum – svo eitthvað sé nefnt. Í greinum sínum kortleggur Ásmundur sögu og samtíð Skagans á skýran og glöggan hátt lesendum til fróðleiks og skemmtunar.

“Allt frá því að bræðurnir írsku, þeir Þormóður „gamli“ og Ketill Bresasynir námu land á Akranesi, sennilega á árunum milli 880 til 900, hefur Akranes ásamt byggðunum sunnan og norðan Skarðs­heiðar gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu atvinnuvega landsins. Fyrsta sýn landnemanna þegar þeir stigu á land á Akranesi voru frjósöm héruð, öll grasi og skógi vaxin og vel fallin til akuryrkju.” Úr formála höfundar