Ævintýraheimur Narníu

Allar Narníu bækurnar í einu bindi

Forsíða kápu bókarinnar

Ævintýraheimur Narníu, kilja sem geymir allar 7 Narníusögurnar í fullri lengd.

Stórkostlegar verur, hetjudáðir, ótrúlegir bardagar í stríði góðs og ills og ógleymanleg ævintýri sameinast í heimi þar sem töfrar og veruleiki mætast og hefur heillað lesendur á öllum aldri í rúm sjötíu og fimm ár. Í þessari nýju útgáfu eru upprunalegu frásögurnar um Narníu samankomnar, allar sjö í einu bindi.

C. S. Lewis varð fyrir áhrifum og heillaðist af Íslendingasögunum og norrænni goðafræði. Glöggir lesendur geta greint þennan áhuga við lestur Narníu-bókanna. Sögurnar af Narníu eru orðnar hluti af klassískum bókmenntum og eru taldar ein besta bókaröð allra tíma á sviði ævintýraskáldskapar sem selst hefur á heimsvísu í yfir 115 milljónum eintaka. Ævintýraheimur Narníu hefur verið kvikmyndaður, settur upp á leiksviði og gerðar þáttaraðir um hann fyrir sjónvarp. Nýlega varð Narnía fyrir valinu sem viðfang væntanlegrar þáttaraðar eða kvikmyndar á vegum Netflix.