Ævintýrið um Víólu, Sæsa og illskeyttu nornina Elvíru

Forsíða bókarinnar

Sæsi flýr að heiman og sest að í skógi. Hann þekkir engann þar og leiðist. Það lagast þegar hann hittir Víólu og síðar Elvíru sem hann verður ástfanginn af. Hún er norn en Sæsi hefur ekki hugmynd um það. Elvíra týnir galdrasprotanum og getur því ekki galdrað allt sem hún vill en nægilega mikið til þess að valda vandræðum og veseni.

Bókin er auðlesin útgáfa af sögu um sömu persónur og atburði sem gefin var út 2022 og sést bakatil á myndinni. Markhópar auðlesnu útgáfunnar eru börn og ungmenni sem ekki eru fullkomlega læs á íslenska tungu, með íslensku sem móðurmál eða annað mál. Málfar er einfalt, efnisgreinar stuttar, letur stærra og línubil meira en í ,,Sögunni". Sumir ráða vel við lestur auðlesnu útgáfunnar. Aðrir geta nýtt sér fylgiefni á www.lrl.is til þess að geta lesið bókina rétt og reiprennandi. Fylgiefnið er t.d. hljóðbók. Lesandinn hlustar á blaðsíðu og les síðan sömu blaðsíðu sjálfstætt. Hljóðbókin hentar einnig við þjálfun á framburði. Í fylgiefninu eru skyggnur með texta úr hverjum kafla. Lesandinn skammtar sjálfur setningar inn á skyggnurnar til að lesa og les síðan sama texta í bókinni. Vinsælt hjá þeim sem finnst bækur ógnvekjandi.

Reynslan af ,,Sagan af ... " sýndi að fullorðið fólk hafði einnig ánægju af lestrinum enda eru ævintýri utan tíma, rúms og menningarheima.