Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Alkíbíades

  • Höfundur Platon
  • Þýðandi Hjalti Snær Ægisson
Forsíða kápu bókarinnar

Glæsimennið Alkíbíades er í þann mund að sigra heiminn þegar hann hittir heimspekinginn Sókrates á förnum vegi. Þeir taka tal saman og þegar upp er staðið þarf stjórnmálamaðurinn ungi að endurmeta flest það sem hann taldi sig vita. Þessi snjalla samræða er fyrirtaks byrjunarreitur í heimspeki Platons.