Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ástarsaga

  • Höfundur Steinunn Ásmundsdóttir
Forsíða bókarinnar

Franskur ljósmyndari og íslensk stúlka kolfalla hvort fyrir öðru helgina sem Reagan og Gorbatsjev funda í Höfða í Reykjavík haustið 1986. Saga um ofsafengna ást, stórveldaslag, kjarnorkukvíða og hvernig Reykjavíkurfundurinn breytti heiminum. Eftir höfund Manneskjusögu. www.yrkir.is.

Ástarsaga fjallar um unga Reykjavíkurstúlku og franskan fréttaljósmyndara sem kynnast og verða ástfangin í aðdraganda fundar Reagan Bandaríkjaforseta og Gorbatsjev, leiðtoga Sovétríkjanna, í Höfða í Reykjavík haustið 1986, fundar sem átti eftir að breyta heimssögunni.

Sagan gerist á fimm dögum í kringum fundinn og næstu fimm ár á eftir, þar sem allt var smám saman til lykta leitt og veröldin losuð úr viðjum.

Lýsingarnar á Reykjavík og því hvernig hún fór á annan endann svo dögum skipti vegna fundarins eru kostulegar nú næstum fjörutíu árum síðar. Þetta var tími snúrusímanna og ritvélanna, ýmissa hafta og kredda og síðast en ekki síst tími kalda stríðsins.

Ástarsaga er tímaferðalag og sýnir hvernig sagan endurtekur sig sí og æ. Heillandi bók sem lýsir tilvistarangist, ástarþrá og leit hinnar ungu manneskju að sínum stað í tilverunni.

English summary

A French photographer and a young Icelandic woman fall madly in love. A classic story, yet completely unexpected during the backdrop of Cold War politics. Their passion ignited the weekend that Ronald Reagan, the President of the United States and Michail Gorbachev, the last leader of the Soviet Union, met at Höfði in Reykjavík, Iceland, in the fall of 1986.

It is the story of a wild romance, of that which could have been, a battle between the superpowers and how the meeting in Reykjavík changed the world and these lovers‘ lives. The ways in which this meeting created turmoil and turned life upside down in Reykjavik is shocking even forty years later. It was the time of corded landline phones and typewriters, restraints, predjudice and rigid nationalism, heightened by the Cold War and the race to the moon.

Their love story is a journey through time and shows how history repeats itself again and again.

A fascinating adventure by an acclaimed author of six books of poetry and a creative non-fiction book, Manneskjusögu or A Girls Tale (as it has been translated to English), which was published in 2018 and received rave reviews.

Höfundurinn Steinunn Ásmundsdóttir er fædd árið 1966, ljóðskáld, skáldsagnahöfundur og lengst af blaðamaður, búsett í Reykjavík. Ástarsaga er áttunda bókin sem hún sendir frá sér, en áður hafa komið út eftir hana sex athyglisverðar ljóðabækur og sannsagan Manneskjusaga, sem hlaut lofsamlega dóma. Sjá nánar á www.yrkir.is.

Kilja, rafbók og hljóðbók (5:30 klst., höfundur les).

Hljóðbrot