Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ástin og svörin

  • Höfundur Guðfinna Inga Sverrisdóttir
  • Myndhöfundur Guðfinna Inga Sverrisdóttir
Forsíða bókarinnar

Í þessari myndskreyttu bók eru 200 staðhæfingar sem eiga að svara spurningum um ástarmálin: Hvenær hitti ég sálufélaga minn? Er hann eða hún kannski handan við hornið? Af hverju geri ég sömu mistökin aftur og aftur? og svo frv. Hugleiddu hvað þú vilt vita um ástina og veldu tölu frá 1-200 og sjáðu hvort staðhæfingin eigi við spurningu þína.

Ástin skiptir gríðarmiklu máli og er eitt það fallegasta afl sem til er. Án hennar þrífumst við ekki. Þessi bók er fyrir þau sem eru að leita að svörum um ástina. Spurningar á borð við: Mun ég hitta sálufélaga minn? Er ég á leiðinni í ástarsamband? Er ég í rétta sambandinu? Af hverju geri ég sömu mistökin aftur og aftur? Hvernig má hlúa betur að sambandinu? Hvernig blómstrum við í ástarsamböndum? og svo mætti lengi telja.

Hvernig nota má bókina ÁSTIN OG SVÖRIN: Hugsaðu um einhvern sem þú berð sterkar tilfinningar til, sem getur verið núverandi maki eða einhver sem þig langar að kynnast. Varpaðu af þér óskum þínum út í alheiminn. Mundu að alheimurinn tekur við óskum þínum ef þú spyrð í hjartans einlægni. Hugleiddu hvað þú vilt vita um ástina og veldu síðan tölustafinn frá einum til 200 og sjáðu hvort spurning og staðhæfing fari saman. Finnist þér staðhæfingin ekki koma með rétta svarið geturðu endurtekið spurninguna eða breytt henni og valið aðra tölu. Hafa skal í huga að fyrra svarið vegur alltaf þyngst, sem gæti falið í sér dulin skilaboð. Gott er að hugsa um spurninguna með opnum huga og hjarta. Fyrir vikið verður svarið opnara og nákvæmara.

Bókinni er ætlað að vera bæði til gagns og skemmtunar. Það má einnig nota hana sem uppflettirit án þess að íhuga einhverja spurningu. Bara að fletta upp í henni og lesa eina staðhæfingu til að fá innblástur inn í daginn.

Um ÁSTIN OG SVÖRIN:

"Ástin og Svörin er bæði skemmtilegt og nytsamlegt tæki þegar kemur að einu allra mikilvægasta málefni í lífi okkar flestra, nánustu samböndum og ástinni. Innsæi Guffu er einstakt og mun nýtast þér og manneskjunni sem þú elskar". Matti Osvald, heildrænn heilsufræðingur og atvinnumarkþjálfi