Bakað í Air Fryer
Bakað í Air Fryer er ný bók sem beinir sjónum sínum sérstaklega að því hvernig nýta má Air Fryer potta í bakstri. Í henni má finna fjölbreytt úrval uppskrifta, allt frá heimabökuðu brauði og bollum yfir í kökur, kleinur og jafnvel vínarbrauð. Þessi bók er ómissandi fyrir alla sem vilja fá meira út úr Air Fryer pottinum sínum.