Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Best of Iceland

Forsíða bókarinnar

Best of Iceland hefur skíra sérstöðu þegar kemur að landkynningu með öllum þeim kostum sem í boði eru, yfirlit ferðaþjónustu sem þú finnur ekki annars staðar. Ath. bókin er á ensku.

Best of Iceland er fjölbreytt og fræðandi. Þar er efni Icelandic Times um kaupstaði, bæi, sögu, menningu, söfn, gallerí, hönnun, myndlist, ljóðlist, ritlist, hótel, veitingastaði og heilsulindir. Þar má lesa um íslenska náttúru, fjöll, ár, vötn, jökla, hveri, eldgos, veiðar, hvalaskoðun, gönguferðir, hestaferðir, skíðaferðir, snjósleðaferðir, hálendið, miðnætursól og norðurljós. Áhugavert efni um Reykjavík og nærbæi, Reykjanes, Vesturland, Vestfirði, Norðurland, Austurland og Suðurland.

Þar er efni um listamenn okkar Matthías Jochumson, Jónas Hallgrímsson, Halldór Laxness,Gunnlaug Scheving, Einar Þorstein Ásgeirsson, Hallgrím Pétursson, einnig Þingvelli, Skálholt,Hóla í Hjaltadal og Hrafnseyri Jóns Sigurðssonar.

Greining Haraldar Sigurðssonar jarðvísindamanns í Bandaríkjunum á eldsumbrotum við Fagradalsfjall, magnaðar hálendismyndir Þorsteins Ásgeirssonar, íslenskur orkugeiri í grænu hagkerfi, vaxandi umsvif RVK stúdíó og Truenorth vegna erlendra kvikmynda og Ísland öflugasta sjávarútvegsþjóð Evrópu.

Þá er ítarlegt samtal við herra Ólaf Ragnar Grímsson forseta [1996-2016] um íslenska orkuútrás sem er að umbreyta Kína: The Iceland-China Model, kraftaverk sem fer hljótt hér á landi og vekur áhuga útlendinga. Klassísk skrif Hjálmars R. Bárðarsonar [1918-2009] um landnámið og landafundi Vikings and settlement.