Betri heimur
Um metsölubók allra tíma
Hrífandi frásögn mest seldu bókar allra tíma. Biblían er metsölubók, en hvernig bók er hún? Um hvað fjallar bókin í raun? Hvað segir Biblían okkur um tilgang lífsins, jörðina og betri heim? Hvað segir hún okkur um Guð, himnaríki og helvíti? Þar er ýmislegt öðruvísi en margir ætla. Hvernig passar Jesús svo inn í allt dæmið, hvað er málið með hann?
Betri heimur svarar öllum þessum spurningum og fleirum til. Bókin rekur sig eftir rauða þræði Biblíunnar frá fyrstu síðu til hinnar síðustu og útskýrir innihaldið á einfaldan hátt. Kærleikurinn fær að varpa ljósi sínu á söguna. Eina leiðin til að skilja Biblíuna sem heild er að skoða hana í ljósi Jesú Krists. Betri heimur er heillandi frásögn um bjarta framtíð mannkynsins.