Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Jana Berzelius - 7. bók Björninn sefur

  • Höfundur Emelie Schepp
  • Þýðandi Kristján H. Kristjánsson
Forsíða bókarinnar

Maður finnst myrtur á hrottalegan hátt á heimili sínu á afskekktum stað í nágrenni Norrköping. Í illa leiknu líkinu finnst bangsi og tuskudýrið leiðir Henrik Levin og Miu Bolander rannsóknarlögreglumenn til Filippu Falk sem starfaði áður hjá lögreglunni.

Jana Berzelius saksóknari tekur þátt í rannsókninni. Maðurinn sem hún elskar grunar að hún eigi sér myrka fortíð og hefur einsett sér að komast að því hver hún er – hvað sem það kostar. Morðrannsóknin tekur óvænta stefnu á sama tíma og Jönu gengur stöðugt verr að fela slóð sína.

BJÖRNIN SEFUR er sjöunda bókin um Jönu Berzelius. Emelie Schepp var valin glæpasagnahöfundur Svíþjóðar þrjú ár í röð.