Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Bókverk um æviverk Bláleiðir

Leiðarvísir um innlönd, auðn og einstigi. Mother's marginalia. The Mountain Manuscript

Forsíða kápu bókarinnar

Handbók, sýnisbók eða flettirit um innsæi og útsýni; listræn skýrsla eða leiðarvísir um auðn, innlönd, umbreytingar, náttúruvernd, bláma og þrá.

Við sláumst í för með myndlistarkonu sem í fjöldamörg ár ferðaðist um landið og skráði hjá sér hugleiðingar og upplifanir. Í þeirri óvissuferð könnum við leiðir til að lesa og nema land. Ummerki veðurs og umhleypinga, umritanir og tilraunir birtast hér og gefa okkur hlutdeild í ævilangri leit og lífsfafstöðu. Bláleiðir er innsýn í æviverk listakonu og móður sem umbreytir rústum til að skapa leikrými og jafnvægi milli fjölskyldulífs og listar, samræðu og íhugunar.