Byggingarnar okkar
Íslensk byggingarlistasaga fyrir börn
Bókin fjallar um þá strauma og stíla sem einkenna íslenska byggingarlistasögu frá torfhúsum til steinsteyptra húsa á einfaldan hátt með það að markmiði að sem flestir geti fræðst um íslenska byggingarlistasögu.
Byggingarnar okkar veitir yngri lesendum tækifæri til að kynnast, þekkja og vita hvað einkennir íslenska byggingarlistasögu á einfaldan máta. Bókin skiptist í fjóra kafla sem ráðast af ólíkum byggingarefnum, torfi, steini, timbri og steinsteypu. Hver kafli dregur fram helstu sérkenni og stíla með það að markmiði að lesendur geti lesið í hús frá ólíkum tímabilum og staðsett þau í sögulegu og samfélagslegu samhengi.
Bókin er skrifuð með grunnþætti og hæfniviðmið aðalnámskrár grunnskóla í huga og má því nota hana í kennslu og námi barna þar sem snertifletir byggingarlistasögunnar eru margir.