Día, Dúi og dýrin
Skemmtileg og málörvandi harðspjaldabók fyrir yngstu börnin sem hvetur til hljóðamyndunar og eftirhermunar. Bókin býður upp á endurtekningu, einfaldan orðaforða og dýrahljóð sem auðvelda börnum að taka þátt í lestrarstundinni.
„Día, Dúi og dýrin“ gerist í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem Día og Dúi hitta ýmis dýr og læra ný orð og hljóð í gegnum leik og samtal. Bókin býður upp á endurtekningu, einfaldan orðaforða og dýrahljóð sem auðvelda börnum að taka þátt í lestrarstundinni. „Día, Dúi og dýrin“ er bók til að lesa aftur og aftur, hvort sem það er allt frá upphafi til enda eða með því að grípa í eina opnu í senn. Hún er bæði skemmtileg og hagnýt sem verkfæri til að styðja málþroska og tengsl foreldra og barna. Höfundar eru talmeinafræðingar.