Dóttir tímavarðarins
Öðruvísi saga þar sem nornabrennur miðalda blandast nútímanum. Hver er hún þessi stúlka, sem fannst meðvitundarlaus og næstum nakin á kaldri októbernótt á bílaplani í Breiðholti. Getur verið að hún sé norn frá miðöldum? Hvernig? Sigrún var viss um að hún væri tímaferðalangur en Elínborg félagsráðgjafi vill halda sig við staðreyndir.
En hverjar eru staðreyndirnar í máli hinnar 16 ára gömlu Emmu.