Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Dúna

  • Höfundur Frank Herbert
  • Þýðendur Kári Emil Helgason og Dýrleif Bjarnadóttir
Forsíða bókarinnar

Á vatnslausri eyðimerkurplánetu þar sem dýrmætasta afurð alheimsins er framleidd ráða risavaxnir ódrepandi ormar ríkjum. Þegar Atreifsættin tekur við stjórn plánetunnar úr höndum hinna grimmu Harkonna hrindir það af stað örlagaríkri atburðarás sem ógnar valdhöfum um heima alla.

Dune eftir Frank Herbert kom fyrst út árið 1965 og er í dag mest selda vísindaskáldsaga fyrr og síðar. Áhrifa bókarinnar gætir víða í síðari tíma verkum, til dæmis í bíómyndum eins og Star Wars – sem einnig fjallar um ungan mann og yfirnáttúrulega krafta á eyðimerkurplánetu innan keisaradæmis sem nær um hálfan geiminn – og þáttum eins og Star Trek og Game of Thrones.

Dúna er nú loks fáanleg á íslenskri tungu í þýðingu Kára Emils Helgasonar og Dýrleifar Bjarnadóttur.