Efndir

Eftir margra ára búsetu í Frakklandi finnur Elísabet að hún verður að fara til æskuslóðanna á Íslandi til þess að ganga frá sínum málum. Þar reynir hún að hnýta lausa enda og vinna bug á sorginni og vonleysinu sem hefur fylgt henni lengi. Hún sest að í gamla húsinu þar sem hún ólst upp og fer að skrifa í von um betrun.
Efndir er allt í senn, óður til heimalandsins, ferðalag um hugarheim íslenskrar sveitastelpu, vangaveltur um sorgina og sektina.