Eiginkona Bipolar 2 - Ljóðasaga Eiginkona Bipolar 2

Ljóðsaga

Forsíða bókarinnar

Ljóðabókin Eiginkona Bipolar 2, eftir Elínu Konu Eddudóttur, inniheldur fimmtíu ljóða sögu sem hún skrifaði á árunum 2016-2018 þegar eiginmaður hennar til 26 ára hóf að glíma við Bipolar 2. Hún skrifaði ljóðin eins og dagbók, til að ná utan um líðan sína á þessu tímabili og hina hröðu atburðarás og koma henni í orð.

Ljóðabókin Eiginkona Bipolar 2, eftir Elínu Konu Eddudóttur, inniheldur fimmtíu ljóða sögu sem hún skrifaði á árunum 2016-2018 þegar eiginmaður hennar til 26 ára veiktist af geðsjúkdómi og líf þeirra fór á hvolf. Hún skrifaði ljóðin eins og dagbók, til að ná utan um líðan sína á þessu tímabili og hina hröðu atburðarás og koma henni í orð. Ljóðin skrifaði hún flest jafnóðum en nokkur eru skrifuð seinna til að gefa sögunni upphaf og endi og allskonar. Í ljóðunum lýsir hún áhrifum sjúkdómsins á líf þeirra, tilveru og líðan. Sagan hefst þegar sjúkdómurinn hefst og endar þegar hjónabandið endar. Inn í líf þeirra fléttast allskyns atvik og uppákomur eins og gerist og gengur í hversdagsleikanum sem hafa áhrif á sálarlíf og rútínu fólksins í sögunni. Ljóðin gætu haft pínu Bipolar-áhrif og valdið upp- og niðursveiflum við lestur.

„Ljóðin þín eru falleg, sár, einlæg og lýsandi. Þú lýsir voninni, virðingunni og þjáningunni svo einlæglega og fallega. Það er mjög mikilvægt að fá reynslu aðstandanda sem alltaf er stólað á að dragi vagninn og það er líka svo mikilvægt að lýsa stöðu aðstandandans sem heldur voninni gangandi en getur svo ekki meir.“ Auður Axelsdóttir Hugarafli.

Bókin fæst í Penninn Eymundsson og hjá útgefanda.