Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Einmanalegasta hús í heiminum

  • Höfundur Y.G. Esjan
  • Myndhöfundur Luna Stella D
Forsíða kápu bókarinnar

„Hvar er sólarlagsgoggurinn þinn?“ „Hvað þá?“ „Goggurinn þinn … sem er á litinn eins og sólsetur.“

Sag­an er um litla pólska stúlku, Kas­íu, sem flyt­ur til Klapp­ar­eyj­ar, eyju við Ísland. Í sög­unni er fjallað um ein­mana­leika, tungu­mála­erfiðleika í nýju landi og per­sónu­leg­an þroska. Vegna áfalls­ins við að flytja í nýtt land hætt­ir hún að geta kyngt mat. Á eyj­unni finn­ur hún ró við það að kynn­ast lundapysju. Hún verður síðan afar sorg­mædd þegar pysj­an yf­ir­gef­ur hana í lok sum­ars. Til að kom­ast yfir sorg­ina fara for­eldr­ar henn­ar með hana í ferðalag um­hverf­is Ísland.

Bók­in fæst einnig á tveim­ur tungu­mál­um; ensku og ís­lensku, sem gæti auðveldað er­lend­um börn­um og full­orðnum að læra ís­lensku.

The Loneliest House in the World is also available in English-Icelandic bilingual edition.