Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Fundið fé

Njóttu ferðalagsins

  • Höfundur Dagbjört Jónsdóttir
Forsíða bókarinnar

Bókin Fundið fé, njóttu ferðalagsins mun hjálpa þér að ná yfirsýn yfir fjármálin þín og fundið fé sem þú taldir þig ekki eiga aflögu. Í bókina skráir þú niður útgjöld viku fyrir viku og skoðar hvort þau endurspegli þínar áherslur og fjárhagsleg markmið. Í hverjum mánuði eru að finna áskoranir til þess að gera verkefnið enn skemmtilegra.

Skortir þig yfirsýn í hvað peningarnir þínir fara?

Öll eigum við okkur drauma, stóra sem smáa. Hvort sem það er að ferðast til fjarlægra landa, fara á tónleika með okkar uppáhalds hljómsveit, eignast fallegt heimili eða einfaldlega eiga tök á fleiri gæðastundum með þeim standa okkur næst. Við erum hins vegar sífellt upptekin við ýmis verkefni í amstri dagsins. Það getur því reynst krefjandi verkefni að gefa sér tíma til að halda utan um fjármálin með skipulögðum hætti.

Við þurfum engu að síður að hafa yfirsýn í hvað peningarnir okkar fara. Það þarf þó ekki að vera fráhrindandi eða tímafrekt verkefni, þvert á móti getur þetta orðið að notalegri gæðastund með kaffibolla við höndina. Þessi bók mun hjálpa að halda þér við efnið.

Með því að gefa þér tíma til að fara reglulega yfir öll þín innkaup og útgjöld tekur þú ábyrgð á þinni eyðslu og metur hvort hún endurspegli þínar áherslur og markmið. Með notkun bókarinnar getur þú fundið fé sem þú taldir þig ekki hafa aflögu.

Komdu með í fjárhagslegt ferðalag!

Kíktu á heimasíðuna www.fundidfe.is til að vita meira.