Geðhvörf fyrir byrjendur

Hvernig heldur þú jafnvæginu?

Forsíða bókarinnar

Um er að ræða myndskreytta handbók sem svarar ýmsum spurningum fólks með nýgreind geðhvörf og aðstandenda þeirra. Bókin leggur áherslu á von, lífsgæði, tilgang með lífinu, valdeflingu notenda og leiðir til bata.

Þessi bók er ætluð þér sem ert með geðhvörf - geðsjúkdóm sem veldur því að þú upplifir af og til verulegar og sláandi breytingar á hugarástandi og sveiflast frá örlyndi til þunglyndis. Hentar einnig aðstandendum.

Sum þeirra sem skrifuðu bókina eru sjálf með geðhvörf, önnur eru fagmenn innan heilbrigðiskerfisins sem sérhæfa sig í geðhvörfum.

Sjálfsþekking og von

„Greiningin hefur gert það að verkum að nú skil ég tilfinningar og hegðun sem áður voru svekkjandi og niðurdrepandi ráðgáta. Ég þekki sjálfan mig miklu betur eftir að ég fékk greininguna."

,,Það er von í þessari bók. Sjúklingurinn er aðalpersónan ásamt aðstandendum. Það eru einnig tæki og tól til að ráða við geðhvörf. Leið lærdóms, þekkingar og samvinnu þeirra sem næstir standa.“

Af kápu bókarinnar Geðhvörf fyrir byrjendur