Gleðiskruddan

Dagbók fyrir börn og ungmenni sem eflir sjálfsþekkingu og eykur vellíðan

Forsíða bókarinnar

Gleðiskruddan er dagbók fyrir börn á aldrinum 6-15 ára sem byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði. Kynnt eru gleðiverkfæri sem aðstoða við að efla sjálfsþekkingu, auka vellíðan og takast á við verkefni og áskoranir daglegs lífs.

Dagbókin telur 100 daga þar sem jákvæða inngripið þrír góðir hlutir er í forgrunni. Dögunum er skipt upp í 21 þemu. Þar má t.d nefna; tilfinningar, seiglu, markmið, gróskuhugarfar, bjargráð við streitu og kvíða, trú á eigin getu og sjálfsvinsemd.