Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Gleðiskruddan

Dagbók fyrir börn og ungmenni sem eflir sjálfsþekkingu og eykur vellíðan

  • Höfundar Marit Davíðsdóttir og Yrja Kristinsdóttir
Forsíða bókarinnar

Gleðiskruddan er dagbók fyrir börn á aldrinum 6-15 ára sem byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði. Kynnt eru gleðiverkfæri sem aðstoða við að efla sjálfsþekkingu, auka vellíðan og takast á við verkefni og áskoranir daglegs lífs.

Dagbókin telur 100 daga þar sem jákvæða inngripið þrír góðir hlutir er í forgrunni. Dögunum er skipt upp í 21 þemu. Þar má t.d nefna; tilfinningar, seiglu, markmið, gróskuhugarfar, bjargráð við streitu og kvíða, trú á eigin getu og sjálfsvinsemd.