Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Góðra vina fundur

Ljóðaþýðingar Kristins Björnssonar

  • Þýðandi Kristinn Björnsson
  • Ritstjórar María S. Gunnarsdóttir og Gérard Lemarquis
Forsíða kápu bókarinnar

Fjársjóður þessi fannst fyrir hreina tilviljun.Jón Kristinsson, arkitekt, rakst á ljóðaþýðingar föður síns, Kristins Björnssonar, yfirlæknis á Hvítabandinu í bókasafni hins látna.Hér birtast vandaðar þýðingar á ljóðum eftir tuttugu og tvö evrópsk skáld.Það er mikil sköpunargleði og hugmyndaauðgi í orðavali þýðandans.

Að beiðni Jóns Kristinssonar völdu María S. Gunnarsdóttir og Gérard Lemarquis þetta úrval ljóðaþýðinga til birtingar.Þá sömdu þau einnig örstutta texta um skáldin.Titill þýddra ljóða er birtur á frummálinu þannig að allir, sem hafa áhuga, eiga að geta fundið frumtexta ljóðanna.