Handrit. Baráttu­saga full­hugans, séra Halldórs í Holti

Æviminningar séra Halldórs Gunnarssonar í Holti

Forsíða bókarinnar

Séra Halldór gerir upp þau málefni sem hann barðist fyrir og þurfti oft að lúta lægra haldi, þótt síðar kæmi í ljós að hann hafi haft rétt fyrir sér.

Titill bókarinnar vísar til baráttu hans við landbúnaðarkerfið, kirkjuna og stjórnmálin sem sr. Halldóri finnst vera að fyrnast. Þrátt fyrir það eru konur og menn og málefnin sem fjallað er um, ennþá í dægurmálaumræðunni og í kastljósi fjölmiðla. Því setur bókin ljós á málefni líðandi stundar og útskýrir forsögu margra þeirra mála sem fjallað er um í dag.