Helgarsögur

Gár og Gys

Forsíða bókarinnar

Þetta eru sögur í bundnu máli, þar á meðal kirkjusögur (gaman og alvara), sögur úr Grundarþingum í Eyjafirði, þjóðsögur og einkamálasögur, hlýjar og ljúfar.

Bókin Helgarsögur varð til á löngum tíma og er nánast einskonar ævisaga. Höfundur hefur hnotið um margt í sínu lífi og stundum séð hlutina í skrítnu ljósi. Hann á það til að vera alvarlega gamansamur og skammast sín ekkert fyrir það. Sögurnar eru uppgjör við lífshlaupið. Móðir höfundarins, heitin, var ekki par hrifin og kallaði þetta „að skemmta skrattanum“.

Kirkjusögurnar fjalla á gamansaman hátt um brölt höfundar í starfi og þar má greina vott af ádeilu. Sögur úr Grundarþingum eru sögur úr Eyjafirði á ferðalagi með samferðamönnum og sveitungum. Þjóðsögurnar eru einmitt það sem þær eru: þjóðsögur. Einkamálasögurnar segja af fjölskylduhögum og annarra ef ekki ástarsorgum.

Höfundur er útgefandi. Teikningar eru eftir Helga Þórsson úr Kristnesi. Bókin prentuð í Prentsmiðju Hermanns Arasonar á Akureyri og fæst í Pennanum Eymundsson, Bókakaffinu á Selfossi, Í Sveinsbæ og Kristnesi í Eyjafirði.