Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Smárit Sögufélags Kópavogs og Héraðsskjalasafns Kópavogs VI Högna Sigurðardóttir. Sundlaugin sem ekki varð

  • Höfundur Katrín Heiðar
  • Ritstjóri Hrafn Sveinbjarnarson
  • Umsjón Símon Hjalti Sverrisson
Forsíða bókarinnar

Högna Sigurðardóttir arkitekt gerði tvær tillögur að Sundlaug Kópavogs. Upphafleg tillaga hennar frá 1962 var aðeins byggð að hluta. Hún er sett í listrænt samhengi við stefnur og strauma í byggingarlist. Sýnt er fram á að hvor tillaga um sig hafi verið einstæð og þær ólíkar öðru sem gert hafði verið hér á landi.

Högna Sigurðardóttir arkitekt var fyrsta konan í stétt arkitekta til þess að teikna hús hér á landi svo vitað sé. Eina opinbera bygging Högnu á Íslandi er Sundlaug Kópavogs en hún gerði tvær tillögur að sundlauginni. Upprunaleg tillaga Högnu frá 1962 hefur ekki verið rannsökuð áður en í henni birtast ef til vill í fyrsta skipti á íslandi grunnkenningar í nútímaarkitektúr sbr. Le Corbusier og Villa Savoy.

Katrín Heiðar varpar ljósi á fyrri tillögu Högnu sem var aðeins byggð að hluta og setur verkið í listrænt samhengi við stefnur og strauma í byggingarlist á þeim tíma. Færð eru rök fyrir því að báðar tillögurnar hafi hvor á sinn hátt verið einstæðar og ólíkar öðru sem hafði verið gert hér á landi.

Í viðbæti er stutt söguágrip um böð, sund og Sundlaug Kópavogs eftir Hrafn Sveinbjarnarson.