Hvernig varð ég ég?

Kvíða og þunglyndis upplifana og útskýringa bók.

Forsíða bókarinnar

Getur þú lært af mínum upplifunum og lærdómum? Kvíða og þunglyndis upplifana og útskýringa bók.

Ég hef alla tíð verið kvíðinn. Og kvíðinn hefur þó nokkru sinnum dregið mig niður til vinar síns, þunglyndisins.

Ég vissi það ekki fyrr en rúmlega þrjátíu ára gamall að það sem var alltaf að valda mér svona svakalegum vandræðum væri kvíði og þunglyndi. Með tímanum og árunum hef ég svo lært eins mikið og ég hef getað, um þessi hugans verkefni mín og gífurlega margra annarra. Og núna er ég loksins búin að skrifa bókina sem ég óskaði mér að væri til þegar ég var þrettán ára.

Umsagnar lesenda:

"Kæri Bergur sit hérna á sólarstrônd með bók í hõnd sem er teyndar mjôg ólíkt mér, en semsagt bók sem èg greip með mér og byrjaði að lesa einlæg og opin fràsôgn af lífshlaupi ungs manns sem ég reyndar lagði ekki frá mér fyrr en á bls 153 bók sem mun styðja fólk í hugans raunum og gleði sé hún lesin til enda takk fyrir að deila henni með okkur hinum hugur minn fer nú í að melta kær kveðja Valli "

"Takk fyrir mig Bergur

Ætlaði aðeins að kíkja í bókina þína þegar ég kom heim og skreppa svo í göngutúr

Göngutúrinn verður bara tekinn á morgun því ég stóð ekki upp úr stólnum fyrr en á bls 145 af því síminn hringdi þá var orðið dimmt og ég átti erfitt með að lesa en hafði ekki rænu á því að kveikja ljósið því ég var bara föst í bókinni. Kláraði svo bókina eftir símtalið.

Ég hef ekki lesið heila bók í mööörg ár en allavega hélt þessi athygli minni.

Ég hló líka stundum upphátt, þú skrifar skemmtilega þó efnið sé auðvitað ekkert grín.

Tengdi við margt, "