Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hvernig virkar fjármálakerfið?

  • Höfundur Andrés Magnússon
Forsíða bókarinnar

Er það satt að lán sem þú færð hjá banka eru ekki peningar sem hafa verið lagðir inn í bankann heldur peningar sem bankinn býr til úr engu? Í þessari bók er útskýrt hvernig þetta er hægt. Í Covid kreppunni jukust skuldir landsmanna um mörg hundruð milljarða um leið og lánasafn bankanna stækkaði. Gengur bönkum best þegar skuldir almennings vaxa mest

Smáríki nokkuð ákveður að einkavæða alla ríkisbankana, selja þá á 100 milljarða hvern. Banki A fær 100 milljarða króna lánaða frá banka B og borgar ríkinu kaupverð bankans. Banki B fær 100 milljarða lán frá banka C og borgar ríkinu kaupverð bankans. Banki C fær 100 milljarða lán frá banka A og borgar ríkinu kaupverðið. Allir bankarnir eru nú skuldlausir við ríkið og allir skulda hvorum öðrum jafnt og geta því sléttað út skuldina. Bankarnir hafa verið borgaðir, hinum nýju eigendum að kosnaðarlausu. Ríkið hefði sjálft getað prentað 300 milljarða og átt bankana áfram.

Þessi bók fjallar um að önnur hver króna sem fyrirtæki greiða út í arð fer til fjármálakerfisins, sem leggur sáralítið fram á móti, hvorki vörur eða þjónustu. Fjármálakerfið, fyrst og fremst bankar, græða óhemju fé á veðmálum og á því að búa til peninga úr engu. Fjármálakerfið ræður yfir svo miklum fjármunum að það getur haft áhrif á stjórnmál, upplýsingagjöf og fræðimannasamfélagið. Shakespeare orðaði þeta ágætlega fyrir rúmlega 400 árum síðan:

Peningar geta gert svart hvítt, ljótleikann fagran, rangt rétt, frumstætt göfugt, gamalt ungt, heigult hugrakkt. Ó þú sýnilegi guðdómur, þér sem tekst að bræða saman hið ómögulega og sameina í heitum kossi. Þú talar allar tungur. (Shakespeare, Timon frá Athen, frá T. Sörhaug)

Í þessari bók er bent á að keisarinn er nakinn.