Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Á morgun-serían #2 Í skjóli nætur

  • Höfundur John Marsden
  • Þýðandi Berglind Baldursdóttir
Forsíða bókarinnar

Í skjóli nætur er æsispennandi framhald sögunnar Á morgun, þegar stríðið hófst, um hóp unglinga sem er fyrirvaralaust staddur á miðju stríðssvæði. Þau munu aldrei gefast upp. Ekki átakalaust. En stundum er hugrekkið of dýru verði keypt.

Einhvers staðar í óbyggðunum eru Ellie og vinir hennar í felum. Það hefur verið ráðist inn í landið þeirra. Fjölskyldur þeirra og vinir eru fangar. Veröld þeirra hefur umturnast á einni nóttu. Og nú hefur vinahópurinn tvístrast. Tvö þeirra hafa lent í höndum óvinanna.

Nokkur úr hópnum fara í könnunarleiðangur og finna annan uppreisnarflokk sem er að berjast við óvinina – en hver eru þau og er þeim treystandi?

John Marsden er ástralskur rithöfundur og kennari. Á morgun-serían var skrifuð með það í huga að auka lesskilning og lestraráhuga, og hefur hlotið fjölmörg verðlaun. Serían er í dag vinsælasti ungmenna-bókaflokkur í Ástralíu.

Fyrir unglinga og ungmenni.