Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Innanríkið - Alexíus

  • Höfundur Bragi Ólafsson
Forsíða kápu bókarinnar

Faðir höfundar vaknar eina nótt við að ókunnugur maður stendur í svefnherbergisdyrunum, og aldarfjórðungi síðar rifjar sonurinn upp atvikið. Í framhaldi fer hann á stefnulaust flakk um fortíð og nútíð, frá Reykjavík upp á Mýrar og út í heim.

Hér sýnir Bragi Ólafsson á sér nýja hlið; hann beinir athyglinni að því sem ekki er endilega skáldskapur.