Íþróttapistlar

Forsíða bókarinnar

Í bókinni segir m.a. frá frægum kappsundum á Íslandi í upphafi 20. aldar (m.a. Nýárssundi, Íslendingasundi, fyrstu Engeyjarsundum kvenna og Drangeyjarsundi Péturs Eiríkssonar árið 1936). Fjallað er um þátttöku Íslendinga í Ólympíuleikunum 1908, 1912 og 1936.

Í bókinni er einnig fjallað um upphaf Íþróttakennarafélag Íslands og Íþróttakennaraskóla Íslands. Sagt er frá franska listamanninum og skákmeistaranum Marcel Duchamp og þýska skákmeistaranum Ludwig Engels sem kom til Íslands árið 1936 og tefldi mörg fjöltefli og tók þátt í skákmótum í Reykjavík og á Akureyri.