Kafteinn Ísland

Fyrsta íslenska ofurhetjan

Árið 2004 markaði endalok hetju. Enginn vissi hver það var sem fúslega gaf líf sitt svo aðrir gætu þrifist, þar til rithöfundurinn Fúsi Hjaltason skrifaði bók um Kaftein Ísland. Afdrifaríkt augnablik færir barnabarni Fúsa kristal sem sjálf hetjan bar og þegar Móa Líf tekur við kyndlinum gjörbreytist heimur hennar.

Árið 2004 markaði endalok hetju. Enginn vissi hver það var sem fúslega gaf líf sitt svo aðrir gætu þrifist, þar til rithöfundurinn Fúsi Hjaltason skrifaði bók um Kaftein Ísland. Afdrifaríkt augnablik færir barnabarni Fúsa kristal sem sjálf hetjan bar og þegar Móa Líf tekur við kyndlinum gjörbreytist heimur hennar. Í eftirdragi rís blóðþyrstur erkióvinur föllnu hetjurnar, fyrrum forseti Íslands byrjar að skipuleggja fall Móu og vísindamaður finnur upp á orkusameind sem er ætlað að gjörbylta mannkyninu. Getur hinn nýi Kafteinn Ísland tekið við þessum nýfundnu ábyrgðum án þess að bresta?

Útgáfuform

Innbundin

Fáanleg hjá útgefanda