Kötturinn og ég

Forsíða kápu bókarinnar

Myndasagan, Kötturinn og ég, er þroskasaga stúlku sem er sögð í gegnum samskipti hennar við kisu. Hún fjallar um hvernig lítil fyndin kisa getur átt sess í fjölskyldu og haft áhrif á líðan og þroska allra fjölskyldumeðlima.

Saga fyrir þá sem sakna kisu

Höfundurinn, Brynhildur Jenný Bjarnadóttir, lærði myndlist í Flórens á Ítalíu og síðan teiknimyndagerð í Bretlandi. Hún hefur teiknað nokkrar barnabækur en þetta er fyrsta bókin sem er algerlega hennar höfundarverk.

„Falleg og vel sögð saga.“

—Sjón

„Afar skemmtileg bók, húmorísk og hlýleg, fyrir alla sem eiga kött, hafa átt kött eða langar að eiga kött.“

—Gyrðir Elíasson

„Afbragðsgóð saga sem leynir á sér.“

—Bjarni Hinriksson