Lífið er kynlíf

Handbók kynfræðings um langtímasambönd

Forsíða bókarinnar

Mikilvægi góðs kynlífs í ástarsamböndum er óumdeilt. Erfiðleikar í kynlífinu geta orðið banabiti sambanda sem að öðru leyti eru farsæl og hamingjurík. Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur hefur áralanga reynslu af meðferð para sem steytt hafa á skeri á þessu mikilvæga sviði lífsins. Hér fer hún yfir aðferðir sem virka til að gera kynlífið frábært.

Á undanförnum árum og áratugum hafa rannsóknir og meðferðareynsla kynfræðinga leitt fram aðferðir og ráð sem nýtast öllum við að koma kynlífinu í betra lag.

Því miður er þessi þekking ekki á allra vitorði. Óraunhæfar hugmyndir um kynlíf og kynhegðun fá mikið vægi í samfélaginu á meðan traustar aðferðir við að bæta kynlífið eru á vitorði alltof fárra.

Hér er farið yfir aðferðir sem virka til að gera kynlífið ekki bara bærilegt, heldur frábært, endurskoða hamlandi viðhorf og nýta þá miklu þekkingu sem völ er á til að auka vellíðan og styrkja sambandið.

Höfundur notar reynslu sína úr kynlífs- og sambandsráðgjöf og stillir upp fimm dæmisögum um pör sem lent hafa í vanda. Lesandinn fer í gegnum ráðgjöf kynfræðingsins í félagi við pörin og getur þannig speglað sjálfan sig í þeim viðhorfum sem þar koma fram til parasambanda, kynlífs og hamingju.

Áslaug Kristjánsdóttir er hjúkrunar- og kynfræðingur. Hún starfaði til margra ára á Landspítalanum en síðustu ár á einkastofu. Áslaug hefur í rúman áratug unnið við sambands- og kynlífsráðgjöf með einstaklingum og pörum í fjölbreyttum samböndum.

Áslaug er stundakennari við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri. Hún er einnig eftirsóttur fyrirlesari fyrir hin ýmsu félagasamtök. Auk þess sat Áslaug í stjórn Kynfræðifélags Íslands og Norrænna samtaka kynfræðinga í rúman áratug.