Lindarbrandur

Forsíða bókarinnar

Lindarbrandurinn hefur staðið fastur í svörtum steini svo árþúsundum skiptir. Þegar sverðið hverfur svo með dularfullum hætti bendir allt til þess að Malena hafi tekið það...en hvar er hún?

Amma hennar Rúna og málaliðinn Hervar hefja leit að henni - því hver ætti annars að gera það?

Malena var köld og blaut og með gæsahúð. Hnefar hennar voru krepptir. Hún hallaði undir flatt og gat varla hreyft sig úr stað, hvað þá litið af fyrirbærinu sem nálgaðist hægt og bítandi; dauði riddarinn með þessi heiðbjörtu bláu augu.

Hann nam staðar fyrir framan hana.

„Malena Mánadóttir … mér skilst að bölvaður Lindarbrandurinn tilheyri þér núna“ sagði hann og greip í hendi Malenu með köldum, þvölum krumlum. Hann vafði fingrum hennar utan um handfang langsverðsins og þrýsti því þétt upp að brjósti hennar.

„Ekki. Týna. Þessu.“ sagði hann og lagði áherslu á hvert orð fyrir sig með því að pota fast í bringuna á Malenu.

Lindarbrandur er fyrsta skálddsaga Hjálmars Þórs Jensonar, skrifuð í miðjum heimsfaraldri. Hjálmar Þór hefur stundað nám í ritlist og kínverskum fræðum og hér ræðst hann á klisjuna um sverðið í steininum.