Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ljósgildran

  • Höfundur Guðni Elísson

Dularfullur aðkomumaður gengur inn á hótel um miðjan vetur og þeytir skáldinu H.M.S. Hermanni inn í iðu atburða þar sem tekist er á um völd og metorð. Í þessu mikla verki segir frá harmrænum ástum ungra hjóna um leið og íslensku stjórnmála- og menningarlífi er lýst á afhjúpandi hátt. Stórbrotin skáldsaga sem fangar umbrotaskeið í sögu þjóðar.