Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Matti: saga af drengnum með breiða nefið

  • Höfundur Elfar Logi Hannesson
  • Myndhöfundur Marsibil G. Kristjánsdóttir
Forsíða kápu bókarinnar

Matti er söguleg saga um bernsku Matthíasar Jochumssonar frá Skógum í Þorskafirði er síðar varð klerkur og meira að segja skáld, þjóðskáld.

Einu sinni var drengur sem hét Matthías en hann var stundum kallaður drengurinn í gráa klútnum. Eða drengurinn með breiða nefið. Sjálfur kallaði hann sig bara Matta, Matta Skratta, bætti hann gjarnan við og hló við.

Matti er söguleg saga um bernsku Matthíasar Jochumssonar frá Skógum í Þorskafirði er síðar varð klerkur og meira að segja skáld, þjóðskáld.

Þetta er önnur barnabók listahjónanna Elfars Loga og Marsibil frá Þingeyri. Fyrri bók þeirra Muggur. Saga af strák. Fjallar einnig um bernsku þekkts Vestfirðings nefnilega Guðmundar Thorsteinssonar eða Muggs.