Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Myndlist á Íslandi

4. tölublað

Forsíða kápu bókarinnar

Tímaritið er hugsað sem miðja fyrir myndlistarumfjöllun hér á landi – öflugur vettvangur fyrir umræðu og gagnrýna greiningu á myndlist og stöðu myndlistarfólks á Íslandi, auk þess sem rýnt er í gagnkvæmt samband íslensku senunnar við umheiminn. Tímaritið er gefið út einu sinni á ári í veglegri og fallegri prentútgáfu bæði á íslensku og ensku.

Í fjórða tölublaði af Myndlist á Íslandi er fjallað á greinandi hátt um starfsumhverfi myndlistarfólks og stöðu myndlistar hér á landi, auk þess sem rætt er um sýningar og það sem þótti til tíðinda á undangengnu ári. Þá er MáÍs gallerí á sínum stað í blaðinu og einnig er birt umfjöllun um tilnefningar og verðlaunahafa Íslensku myndlistarverðlaunanna 2024.