Orðabönd

Forsíða kápu bókarinnar

Dregnar eru upp margræðar myndir úr lífi og hugarheimi, þar sem orð mynda brú á milli minninga, drauma og veruleika. Í bókinni fléttast smásögur, örsögur og ljóð saman í sex bálka: Afturblik, Himnaró, Svifbrot, Hugarstillu, Sálarsáldur og Ljósför. Fimm raddir mætast í einum samstilltum hljómi.

Úr formála

„Skáldskapur kvennanna hvorki flækir né einfaldar. Hann býður lesendum að taka þátt í sköpuninni með því að hræra í gleði þeirra, ýfa upp ímyndunaraflið og liðka fyrir samsömun með persónum og aðstæðum. Fylgið orðaböndunum eftir og látið hrífast með.“

Guðrún Steinþórsdóttir

Orðabönd er fáanleg í bókaverslun Forlagsins á Fiskislóð og í bókaverslunum Pennans - Eymundssons um allt land. Vefverslanir þeirra bjóða bókina til sölu og heimsendingar - https://www.forlagid.is/vara/ordabond/ og https://www.penninn.is/is/book/ordabond. Á Selfossi er hún einnig fáanleg í Bókakaffinu og hægt er að kippa Orðaböndum með sér í flug í Leifsstöð! Umfjöllun og sala er á síðu bókarinnar sjálfrar: https://www.facebook.com/profile.php?id=61577938769280

Úr eftirmála

„Bókin skannar litróf lífsins; fegurðina, ljótleikann, gleðina, sorgina, allt þetta og miklu meira í dásamlegri fléttu alvarleika og húmors. Eftir lesturinn gengur maður niður í fjöru, hugleiðir óvænt formið og spennuna í tungumálinu, sér þá skyndilega glitta í eitthvað milli steina og kemur auga á perlu í opinni skel - og alveg einsog í ævintýri - starir maður í perluna og sér að inní henni, með örfínu letri, stendur Orðabönd. Ótrúlegt en alveg dagsatt. Bókin er gjöf til allra sem njóta þess að lesa. “

Vigdís Grímsdóttir

Bók sem bindur saman konur og orð

„Orðabönd er ný bók sem kom út þann 19. júní – á Kvenréttindadaginn og er sú dagsetning engin tilviljun og vel við hæfi þar sem Orðabönd er kvennaútgáfa frá upphafi til enda: skrifuð af konum, hönnuð af konu, ritstýrð af konu, yfirlesin af konu – jafnvel letrið er hannað af konu.“

Jóna Guðbjörg Torfadóttir∙ 7. ágúst 2025 – Skald.is

Viðfangsefni eilífrar uppsprettu

„Þessar hugrökku konur segja félagsskapinn hressandi og skemmtilegan og að ferlið að gefa út bók hafi verið þroskandi en í bókinni eru viðfangsefni eilífrar uppsprettu sem oft snerta við fólki og það getur speglað sig í, eins og ástin, bernskan, samskipti, náttúran, dauðinn o.fl. Og þannig er það í þessari bók og kannski ekki síður vegna þess að höfundarnir koma úr ólíkum áttum með mismunandi bakgrunn. Þetta allt gerir bókina sterkari, eða eins og ein þeirra kemst að orði, að orð hinna glæði hennar og öfugt.“

Ragnheiður Linnet – 6. ágúst 2025 – Lifðu núna (lifdununa.is)

Ein saga úr 51 sögu

„…þá er nokkuð skemmtileg útfærsla á því hvernig verkin eru birt í bókinni. Því ritstjóranum Guðrúnu Steinþórsdóttur tókst að setja verkin saman í eina heild, eins og í skrifunum væri rauður þráður sem á endanum býr til eina sögu. /…/ Framsetning bókarinnar er líka skemmtileg því lesendur vita í raun ekki hver samdi hvaða verk nema að fletta því upp aftast í bókinni.“

Rakel Sveinsdóttir - 6. júlí 2025 – Visir.is

Tilvist náttúrunnar

„Í bókinni Orðabönd sem er nýútkomin eru sumir höfundanna að fjalla um náttúruna í ljóðum sínum og er það vel. Bæði veitir það vellíðan að lesa náttúruljóð og svo minnir það okkur á tilvist náttúrunnar, kjarnann í öllu lífi hér á jörðu. /…/ Margt er það sem fer því um hugann þegar við lesum fallegt ljóð um nátttúrna, við finnum allskonar áhrif eftir því hvað verið er að yrkja um. Við fáum kannski gæsahúð, heyrum kannski hljóð innra með okkur nú eða finnum lykt en við verðum örlítið meirar þegar grænn feminis“

Magnea Þuríður Ingvarsdóttir∙14. ágúst 2025 – Skald.is