Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Sigurður Þórar­insson - Mynd af manni

I-II

  • Höfundur Sigrún Helgadóttir
Forsíða bókarinnar

Ævisaga Sigurðar Þórarinssonar segir af einum fremsta vísindamanni Íslendinga. Hann gjörþekkti Ísland: eldgosin, jöklana og jarðlögin en líka sögu og menningu og glæddi áhuga og þekkingu þjóðarinnar á náttúru landsins og mikilvægi náttúruverndar - auk þess að vera vinsælt söngvaskáld.