Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Skálholt: Excavations of a Bishop’s Residence and School c.1650-1790.

Volume 2: The Artefacts.

  • Höfundar Gavin Lucas og Mjöll Snæsdóttir
Forsíða kápu bókarinnar

Skálholt er einn merkasti sögustaður á Íslandi. Þar var fyrst settur biskupsstóll og staðurinn var miðstöð menningar, stjórnsýslu og kirkjustjórnar í meira en 800 ár. Þetta er annað bindið af þremur sem fjalla um niðurstöður fornleifarannsókna sem fram fóru í Skálholti milli 2002 og 2007.

Í þessu bindi er fjallað um ríkulegt safn gripa úr rannsókninni í máli og myndum. Það gefur góða mynd af efnisheimi biskupsstólsins og síðar býlisins í Skálholti. Í síðasta bindi verður fjallað um ríkuleg söfn dýraleifa og plöntuleifa sem tengjast þessum byggingum. Saman gefa Skálholtsbækurnar einstæða sýn inn í efnismenningu og lifnaðarhætti hærri stétta í íslensku samfélagi á 17. og 18. öld. Bókin er á ensku með samantekt á íslensku.

  • Útgefandi Fornleifastofnun Íslands ses
  • Tungumál Enska
  • Upprunalegur titill Skálholt: Excavations of a Bishop’s Residence and School c.1650-1790. Volume 2: The Artefacts.
  • Fræðirit, frásagnir og handbækur