Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Skírnarfjall

  • Höfundur Dante Alighieri
  • Þýðandi Einar Thoroddsen
  • Ritstjóri Jón Thoroddsen

Skírnarfjall annar hluti Guðdómlega gleðileiksins eða Kómedíunnar eftir Dante Alighieri og er áframhald á Víti sem kom út í bundnu máli árið 2018. Þýðandinn ákvað að nota orðið Skírnarfjall en ekki Hreinsunareldur eins og viðgengist hefur vegna þess að mestur hluti verksins fer í ferð upp fjall en ekki að vaða eld. Í Víti var skáldið að mestu áhorfandi en í þessum hluta þarf það að gera yfirbót sjálft. Skírnarfjall er því um hinn eiginlega þroska skáldsins en ekki eingöngu um afdrif fólks sem hann mætir á ferð sinni.