Strákur eða stelpa?
Karl eða kona, er kjánalegt að flokka okkur öll svona?
Í þessari skemmtilegu bók fögnum við fjölbreytileikanum og frelsi og sjálfsmynd hverrar manneskju.
Ertu stelpa eða strákur? Jafnvel hvorttveggja? Eða hvorugt? Hvernig líður þér? Svörin við þessum spurningum finnum við ekki í svarthvítum heimi heldur frekar í veröld sem er full af alls kyns litum og möguleikum (og enn hvað það er gaman!).
Bókin hentar fólki á öllum aldri.