Sumar með Rebekku

Forsíða bókarinnar

Listmálarinn Erik býr í foreldrahúsum undir ströngu eftirliti móður sinnar. Eitt sumar verður Erik yfir sig ástfanginn af Rebekku. Þrátt fyrir vanþóknun móður Eriks á ástarsambandinu upplifir Erik hamingjusömustu daga ævi sinnar. Á mörkum bjartrar framtíðar og nýs lífs á Langafirði er Erik jafnframt á barmi myrkurs sem á eftir að umsnúa lífi hans.

Sumar með Rebekku er önnur skáldsaga höfundar. Fyrsta skáldsaga hans, Raunverulegt líf Guðbjargar Tómasdóttur, kom út hjá forlaginu Björt árið 2019.