Sumarið við brúna
Óvenjuleg glæpasaga. Árið 1908 var byggð 55 m löng bogabrú yfir Fnjóská. Ýmislegt bar til tíðinda, hamfaraflóð í ánni og dularfull dauðsföll. Viktor Arnar er þekktur höfundur vinsælla glæpasagna sem hafa verið gefnar út á fjölmörgum tungumálum. Útgefandi: sterkarsagnir@icloud.com.
Sumarið við brúna. Árið 1908 var byggð 55 m löng steinsteypt bogabrú yfir Fnjóská í Suður-Þingeyjarsýslu. Ýmislegt bar til tíðinda þetta sumar, hamfaraflóð í ánni og dularfull dauðsföll. Sagan er frásögn séra Baldvins Kr. Benediktssonar sem var við nám í Prestaskólanum þegar hann vann við brúarsmíðina. Þar var hann túlkur fyrir danska verkfræðinginn og dönsku smiðina. Brúargerðin var að mörgu leyti verkfræðilegt afrek og var brúin lengsta steinsteypta bogabrú á Norðurlöndunum þegar hún var byggð. Sagan segir einkum frá byggingu brúarinnar en höfundurinn er uppruna sínum trúr og bætir við gátum og glæpum. Fjöldi ljósmynda og teikninga styðja söguna.
Viktor Arnar Ingólfsson er þekktur höfundur vinsælla glæpasagna sem hafa verið gefnar út á fjölmörgum tungumálum. Tvær sjónvarpsþáttaraðir hafa verið gerðar eftir bókum hans.
Helstu bækur hans eru:
Engin spor
Flateyjargáta
Afturelding
Sólstjakar